Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

rithofundalest_nov11.jpgÁrviss rithöfundalest fer um Austurland um helgina. Á ferð eru fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín.

 

Hallgrímur Helgason segir frá Konunni við 1000 gráður, Jón Yngvi Jóhannsson les úr ævisögu Gunnars Gunnarssonar sem heitir Landnám, Ragna Sigurðardóttir fræðir áheyrendur um sögu sína um Bónusstelpuna og Vigdís Grímsdóttir heldur á vit töfranna og les úr skáldsögunni Trúir þú á töfra?
 
Viðkomustaðir rithöfundalestarinnar eru fjórir að þessu sinni. Í dag var lesið á Skriðuklaustri og í kvöld klukkan 20:30 í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á morgun verður í Miklagarði á Vopnafirði kl. 14.00 og í Safnahúsinu á Norðfirði kl. 20.00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.