Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs

egilsstadabylid.jpgÍþróttafélagið Höttur stendur fyrir þrettándagleði á morgun í samstarf við sveitarfélagið Fljótsdalshérað en dagskrá verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.

 

Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum klukkan hálf sex og verður gengið inn í Tjarnargarðinn. Þar afhendir íþróttafélagið Höttur viðurkenningar til afreksmanna ársins 2011, karlakórinn Drífandi tekur lagið og í lokin verður flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar