Ríðandi á kjörstað: Skemmtilegur siður að halda við

einar_ben_hestur_kjordagur.jpg
Hestamennirnir Einar Þorsteinsson og Bergur Hallgrímsson fóru ríðandi á hestbaki á kjörstað í dag. Einar segir gaman þetta vera gamlan og góðan sið sem gaman sé að halda við.
 
„Það er ekkert betra en að fara út í náttúruna á hestbaki og ef það er ekki í boði þá verður maður að fara í kaupstað á hestbaki,“ segir Einar.

Einar, sem er formaður hestamannafélagsins Freyfaxa á Fljótsdalshéraði, segist ekki áður hafa farið á hestbaki á kjörstað. „Menn gerðu þetta áður fyrr og þetta er skemmtilegur siður að halda við.“

Með honum í för var vinur hans, Bergur Hallgrímsson. Einar segir að fleiri hafi sýnt áhuga á að fara með en ekki verið tilbúnir að ganga alla leið. Einar sat Eir frá Hryggstekk en Bergur Báru frá Ketilsstöðum. 
 
Aðspurður segist Einar spenntur fyrir kosningaúrslitunum í nótt. „Já, að sjálfsögðu. Ég hef mikinn áhuga á pólitík og fylgist ágætlega með.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.