Obama vann á kosningavöku VA: Myndir

kosningavaka
Barack Obama fékk meirihluta atkvæða á kosningavöku sem nemendur í stjórnmálafræði við Verkmenntaskóla Austurlands stóðu fyrir í síðustu viku í tilefni bandarísku forsetakosninganna.

Um 30 manns mættu og sumir hverjir klæddir eins og Ameríkanar. Fyrir þá sem höfðu áhuga á stóð til boða að halda ræðu um sinn mann. Baldur Seljan og Húnbogi Sólon Gunnþórsson stigu fram og fluttu sínar ræður með plikt.

Baldur fjallaði meðal annars um meginmuninn á Demókrötum og Repúblikönum, efnahag Bandaríkjanna sem og skattamál, sjúkratryggingar og völdin sem fylgja forsetaembættinu.

Húnbogi fjallaði hins vegar meira um frambjóðendurna sjálfa, Obama og Mitt Romney. Hann benti á að Obama efndi ekki loforð um minna atvinnuleysi sem hann setti fram í síðustu kosningabaráttu. Hann tók einnig Romney fyrir og lofaði hann.

Eftir kappræður kusu gestir milli frambjóðenda. Þar sigraði Obama með 18 atkvæðum gegn 6 atkvæðum Romneys, en aðeins 1 sat hjá. Mikil spenna var og þeir úthaldsmestu voru á staðnum langt fram á nótt.

kosningavaka
 
kosningavakakosningavakakosningavakakosningavakakosningavaka
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.