Skip to main content

Norrænir forsætisráðherrar funda á Egilsstöðum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jún 2009 12:47Uppfært 08. jan 2016 19:20

Forsætisráðherrar Norðurlandaþjóðanna funda á Egilsstöðum á morgun, sunnudag og mánudag.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands stýrir fundi, enda gegna Íslendingar formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir. Á dagskrá eru ýmis mál á alþjóðavettvangi og vettvangi Evrópusambandsins sem snerta Norðurlöndin. Meðal annars verður fjallað um undirbúning Íslendinga fyrir umsókn að aðild að ESB.

norurlandar.jpg

 

 

Til fundarins koma Lars Løkke Rasmussen, nýr forsætisráðherra Dana, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands. Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og Sinikka Bohlin, forseti Norðurlandaráðs munu einnig sitja fundinn. Ráðherrarnir koma með flugi um miðjan dag á morgun.

 

Boðað hefur verið til fréttamannafundar með forsætisráðherrunum á Hótel Héraði á Egilsstöðum á mánudag kl. 09. Að loknum fundinum er á dagskrá stutt skoðunarferð um Fljótsdalshérað og halda ráðherrarnir svo af landi brott síðdegis.

 

 

 

Mynd af vef Norðurlandaráðs.