Skip to main content

Nóg af þorrablótum um að velja á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jan 2024 11:12Uppfært 23. jan 2024 16:29

Ef matur á borð við súra hrútspunga, kæstan hákarl, rengi eða lundabagga er hátt skrifaður hjá Austfirðingum er aldeilis góð tíð í vændum. Ein fjórtán þorrablót og ein góugleði eru skipulögð í fjórðungnum þetta árið samkvæmt úttekt Austurfréttar.

Reyndar er aðeins frjálslega farið með hér að ofan því Fáskrúðsfirðingar hafa þegar tekið forskot á sæluna en landsþekkt Hjónaball þeirra fór fram um liðna helgi og tókst þar allt með miklum ágætum. Hjónaballið þó tæknilega ekki þorrablót því þar enginn súrmatur á borðum þó skemmtanahald og gleði þar sé ekki síðri en á þeim blótum sem framundan eru ef marka má söguna.

Það kemur í hlut Reyðfirðinga og Egilsstaðabúa að keyra gleðina í gang og það gerist strax næsta föstudagskvöld þann 26. janúar í íþróttahúsum bæjarbúa. Í fyrrnefnda dæminu um að ræða hvorki meira né minna en 101. þorrablót Reyðfirðinga.

Aðeins sólarhring síðar vandast þó aðeins valið hjá skemmtanaglöðum því laugardagskvöldið 27. janúar fara fram fimm þorrablót á sama tíma eins og sjá má á listanum hér að neðan. Tvö blót til viðbótar verða haldin tæpri viku síðar, 2. - 3. febrúar, blótað á tveimur stöðum til 9. og 10. febrúar áður en þrjú síðustu blótin verða haldin.

Það verða svo Jökuldælar og Hlíðarmenn sem slútta vertíðinni 2024 þann 2. mars í Brúarásskóla sem endranær en þar sem upphaf Góu þetta árið er 25. febrúar er þar um að ræða einu formlegu góugleðina að þessu sinni.

26. janúar:

Reyðarfjörður

Egilsstaðir

27. janúar:

Eskifjörður

Vopnafjörður

Seyðisfjörður

Sveitablót Norðfirði

Borgarfjörður eystri

2. febrúar:

Fellablót

3. febrúar:

Kommablót Neskaupstað

Djúpavogur

9. febrúar:

Eiðablót

10. febrúar:

Fljótsdalur

17. febrúar

Breiðdælingar

24. febrúar:

Skriðdælingar og Vallamenn

Hróarstunga

2. mars:

Jökuldælingar og Hlíðamenn