Nemendur verðlaunaðir fyrir að vera edrú

24 nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum fengu í síðustu viku viðurkenningu fyrir að hafa mætt edrú á böll nemendafélagsins í vetur.


Á böllunum geta nemendurnir komið og blásið í áfengismæla. Haldin voru fimm böll í vetur og fengu nemendur sem blásið höfðu og mælst edrú á þremur böllum viðurkenningar.

Það var Foreldra- og hollvinafélag skólans sem veitti verðlaunin í samvinnu við skólann.

Árni Ólason, skólameistari, segir fjölda þeirra sem blási á böllum hafa aukist jafnt og þétt síðan skólinn og foreldrafélagið hófu samstarfið. Það sé jákvæð þróun.

„Nemendur koma sjálfviljugir. Alls voru 110 nemendur sem blésu sig edrú á einhverjum böllum vetrarins og það þykir ekkert tiltökumál að mæta edrú á skólaskemmtanir af þessu tagi.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.