Nemendur Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í Downsdeginum - Myndir

seydis_downs_web.jpgNemendur Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í alþjóðadegi Downs-heilkennis sem haldinn var á mánudag. Tilgangur dagsins er að vekja almenning til vitundar um Downs-heilkenni og standa vörð um margbreytileika mannlífsins.

 

Yfirskrift dagsins í ár var Will you „let us in!“? og búið var til alþjóðlegt myndband sem hægt er að nálgast hér.

Að þessu sinni horfðu nemendur skólans á myndbandið, spjölluðu um Downs-heilkenni og nemendur 7.-10. bekkjar unnu í hópavinnu með tákn með tali.

seydis_downs2_web.jpgseydis_downs4_web.jpgseydis_downs3_web.jpgseydis_downs7_web.jpgseydis_downs5_web.jpg

 

 

 

  seydis_downs6_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar