Nemendur mættu á frídegi til að klára verkefni

org_torfbaer.jpgNemendur í áttunda bekk Egilsstaðaskóla, sem reistu líkan af torfbæ við Minjasafn Austurlands, unnu við verkið af svo miklu kappi að þau mættu á frídegi til að geta lokið verkinu. Forseti Íslands afhjúpaði líkanið á sunnudaginn.

 

Þegar ljóst var að ekki næðist tími fyrir skólalok til að ljúka verkinu tóku nokkrir nemendanna sig til og mættu á frídegi til að vinna. Líkanið er gert eftir torfbænum á Galtastöðum fram í Hróarstungu.

Forsetinn fagnaði framtakinu í ávarpi sínu og áréttaði mikilvægi þess að efla þekkingu á íslenska torfbænum enda væri nú rætt um að setja hann á heimsminjaskrá. Einnig nefndi forseti að slík samvinna grunnskóla og minjasafna gæti orðið veigamikill þáttur í fræðslu og varðveislu menningararfs í öllum landshlutum.

Galtastaðir fram er torfbær í Hróarstungu og hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins. Verkefnið byrjaði á því að nemendur heimsóttu bæinn og unnu að því loknu í nokkra daga að byggingu líkansins sem er um þriðjungur af stærð frummyndarinnar. Þau smíðuðu þil, mældu út stærð bæjarins, hlóðu veggi og lögðu torfið auk þess sem sérstakur upplýsingahópur vann texta og myndefni á skilti, undirbjó opnunarhátíðina og vöktu athygli fjölmiðla á verkefninu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.