Nýdönsk og Dúndurfréttir staðfesta komu sína á Hammondhátíð

jea_dundurfrettir_rgrondal_0095_web.jpg
Hljómsveitirnar Nýdönsk og Dúndurfréttir hafa staðfest komu sína á Hammondhátíð Djúpavogs sem fram fer síðustu helgina í apríl. 

Dúndurfréttir, sem hafa sérhæft sig í lögum hljómsveita eins og Pink Floyd, Led Zeppelin og Uriah Heep, koma fram föstudagskvöldið 26. apríl. Sama kvöld mætir hljómsveit frá Tónlistarskóla FÍH á svæðið. Ný dönsk kemur fram laugardagskvöldið 27. apríl.

Eftir er að staðfesta dagskrá opnunarkvöldsins sem er fimmtudaginn 25. apríl en Karlakórinn Trausti hefur þegar staðfest komu sína það kvöld. Þá er ekki búið að tilkynna hverjir ljúki hátíðinni sunnudaginn 28. apríl.

Markmið hátíðarinnar er að kynna og heiðra Hammondorgelið. Hammondhátíðin var fyrst haldin árið 2006.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.