Milljarður reis upp í VA

milljardur_dans_va.jpg
Nemendur og starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands tók þátt í átakinu „Milljarður rís upp: Upprætum ofbeldi gegn konum og stúlkum!“ á föstudaginn þegar menn hittust í matsal skólans og dönsuðu í hádeginu,

Leikfélagið Djúpið stýrði fyrst dansinum í byrjun en þar er unnið að uppsetningu söngleiksins Grís. Við tók svo frjáls dans. Það var mikið stuð í matssalnum og nemendur stungu upp á að gera þetta reglulega.

Átaki sem þessu er ætlað að opna augu sem flestra fyrir þeim raunveruleika að þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni vegna kyns síns. Einn milljarður kvenna og stúlkna hefur þegar upplifað kynbundið ofbeldi og þess vegna var markmiðið að fá einn milljarð karla, kvenna, stelpna og stráka til að rísa upp og hrista heiminn með dansi. 

Þrátt fyrir að Ísland sé ekki stór hluti af einum milljarði þá lagði VA sitt að mörkum við að hrista heiminn með dansi.  Á sama tíma dönsuðu höfuðborgarbúar í Hörpu í sama tilgangi. 

Þátttakendur í dansinum líta á dansinn sem ígildi undirskriftar við eftirfarandi yfirlýsingu:
Við NEITUM að búa í heimi þar sem:
- nauðgunarmenning er normið
- þar sem konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti
- þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar og seldar í hjónabönd
- þar sem konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega
- þar sem konur eru myrtar ef þær eru taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyldunnar
- þar sem konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot 
- þar sem refsileysi ríkir þegar konur eru niðurlægðar í netheimum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.