Mikið um að vera á 112 deginum

Rauði krossinn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitamenn, slökkviliðliðsmenn og lögreglan minntu á sig
á 112 deginum á síðasta föstudag um allt land.

112_dagurinn.jpgÁ Egilsstöðum hittist þetta fólk við og í Samkaupum og sýndi búnað sinn.  Rauði krossinn var með fræðslu um endurlífgun, sjúkraflutningamenn sýndu sjúkrabíl og búnað frá HSA. Slökkviliðsmenn sýndu slökkvibíla og búnað til að klippa fólk úr bílflökum.
Björgunarsveitin Hérað sýndi bíla og búnað og lögreglan mætti á staðinn. Unga kynslóðin var sérlega áhugasöm um bílaflotann og ekki amalegt að geta sest undir stýri á draumabílunum, slökkvibílunum og sjúkrabílunum sérstaklega. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.