Miðasala hafin á Eistnaflug

img_6168_fix01_web.jpg

Miðasala á rokkhátíðina Eistnaflug, sem fram fer í Neskaupstað 12. – 14. júlí í sumar, hófst í morgun. Búið er að staðfesta 42 hljómsveitir í ár, þar af tvær erlendar.

 

Hátíðin, sem fyrst var haldin árið 2005, hefur nú fest sig í sessi hjá mörgum íslenskum rokkáhugamönnum. Meðal stærstu númeranna í ár verða hljómsveitir á borð við Skálmöld, Sólstafi, I Adapt og Mínus.

Þótt áhersla hátíðarinnar sé á þungarokk og metal má einnig finna þar sveitir sem spila hefðbundnari rokktónlist eins og Hljómsveitin Ég, Vicky og Hellvar.

Miðasala fer fram á midi.is.   

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.