Miðasala hafin á Bræðsluna

Hafin er miðasala á tónlistarviðburðinn Bræðsluna, sem haldin verður á Borgarfirði eystra 24. til 26. júlí. Bræðslutónleikar hafa alltaf verið sérstaklega eftirminnilegir og þar ríkt mikil stemning meðal gesta. Tónlistarflutningur í Bræðslunni þetta árið verður í höndum Hins íslenska Þursaflokks, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Monicu Abentroth ásamt strengjasveit og hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs. Hún sigraði Músíktilraunir í vor. Miðasala fer fram á vefsíðunni www.midi.is.

mi_i_-_thursaflokkurinn.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar