Metþátttaka í Orkubóndanum á Egilsstöðum

Um 140 manns hafa skráð sig á námskeiðið Orkubóndann sem hefst á Egilsstöðum á morgun og er þetta metþátttaka á námskeiðinu. Á meðal þátttakenda eru um 70 framhaldsskólanemar. listaverk_karahnjukar.jpgOrkubóndinn er fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur, bændur og alla sem vilja beisla orkuna heima fyrir, en lögð er áhersla á að gera efnið skemmtilegt og aðgengilegt öllum og er námskeiðsgjaldið 3000 krónur fyrir tvo daga. Á námskeiðinu er fjallað um virkjun af ýmsu tagi og í framhaldi af því eiga þátttakendur kost á að fá aðstoð við næstu skref, hvort sem um er að ræða virkjun bæjarlækjar, hitareits, vindgnauðs, sólar eða fjóshaugs.

Orkubóndinn hefur verið haldinn á þremur stöðum á landinu nú þegar og bera góðar viðtökur merki um mikinn áhuga á virkjun orku og sjálfbærni meðal almennings, en 270 þátttakendur hafa verið á námskeiðinu til þessa.

Námskeiðið verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum 12. og 13. janúar kl. 10:00 – 16:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar