Menntaskólinn sýnir Ávaxtakörfuna

Leikfélag Mentaskólans á Egilsstöðum hefur sýnt leikritið Ávaxtakörfuna, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, við góðar undirtektir í Valaskjálf undanfarið, í leikstjórn Freyju Kristjánsdóttur.

avaxtakarfan.jpgFrumsýningin var 12 mars, sýningar urðu alls átta, síðustu sýningar eru í dag klukkan 16:00 og 20:00, seinni sýningin í dag er aukasýning sem var keypt af N1 fyrir starfsfólk og fjölskildur þeirra.

Leikarar í verkinu voru 13 að tölu og 5 manna hljómsveit lék stórt hlutverk í stykkinu og spilaði undir allan söng sem er mikill í sýningunni.

Góð aðsókn var að leikritinu, fullt var á frumsýningu og lokasýningu 110 til 120 manns, annars voru 60 til 90 manns á sýningunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.