Meistari Megas á Hammondhátíð

megas_senuthjofarnir_braedslan2007.jpg
Megas og Senuþjófarnir og Egill Ólafsson eru meðal þekktustu listamannanna sem fram koma á Hammondhátíð á Djúpavogi sem hefst í kvöld. Fyrsta kvöldið er tileinkað austfirskum tónlistarmönnum.

Opnunaratriðið í kvöld er með heimastúlkunni Írisi Birgisdóttur og Tómasi Jónssyni. Á eftir þeim koma Norðfirðingarnir í Coney Island Babies og Þorleifur Guðjónsson ásamt Fjórðungslandsliði Austurlands.

Gítarleikarinn Björgin Gíslason mætir til leiks á morgun með kjarnann úr dagskrá sem hann flutti á sextugsafmælistónleikum sínum fyrir skemmstu. Á laugardag eru það Megas og Senuþjófarnir áður en Egill Ólafsson og Jónas Þórir ljúka hátíðinni með tónleikum í Djúpavogskirkju á sunnudag.

Á laugardag klukkan 14:00 verður einnig boðið upp á Hammondkennslu á Hótel Framtíð. Nánari upplýsingar um hátíðina eru á Hammondvef Djúpavogshrepps.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.