Matvælavinnsla í Mjólkurstöðinni?

Nokkrir aðilar á Austurlandi hafa verið að skoða möguleika á að fá til afnota hluta af húsnæði í Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum og koma þar upp viðurkenndri aðstöðu til vinnslu á ýmiss konar matvælum sem einstaklingar og/eða fyrirtæki gætu fengið tímabundin afnot af gegn sanngjarnri leigu.

matur.jpg

 

 

Á vef Þróunarfélags Austurlands segir að þetta gæti komið sér vel fyrir minni aðila sem eru t.a.m. í heimavinnslu afurða því þá þarf ekki hver og einn að leggja í kostnað við að koma upp eigin aðstöðu. Þetta verkefni tengist að mörgu leyti nýstofnuðum félagsskap - Austfirskum krásum – og hefur tekist samstarf með þessum aðilum.

 

Grundvöllur að því að farið verði út í þetta er að geta gert sér grein fyrir hver þörfin er á svæðinu fyrir slíka aðstöðu. Því vilja Austfirskar krásir með þessari könnun vinsamlegast biðja áhugasama að gera sem best grein fyrir áhuga sínum og hugmyndum um notkun á aðstöðu sem þessari og aðstoða þannig við mótun þessa verkefnis.

 

Upplýsingar þessar er hvergi hægt að rekja á einn eða annan hátt til þátttakenda í könnuninni. Könnunin tekur 2 – 3 mínútur.

  

Könnunin:  www.esurveyspro.com/Survey.aspx?id=a1fda7b1-7427-482b-99ff-3d61c97155d4

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar