Loksins nýtt lag frá Súellen: Myndband

img_1860.jpg
Norðfirska stuðbandið Súellen hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Hraðinn og lífið. Lagið er það fyrsta frá hljómsveitinni í sjö ár og hið fyrsta af væntanlegri breiðskífu. Það er eftir gítarleikarann Bjarna Kristjánsson en textinn eftir söngvarann Guðmund Rafnkel Gíslason.

Bandið, sem var á hátindi ferils síns í kringum 1990, hefur farið mikinn að undanförnu. Það spilaði á Austfirðingaballi í Kópavogi um síðustu helgi og kom við það tækifæri fram á Rás 2. Í haust var sett upp sérstakt rokkshow sveitarinnar í Egilsbúð undir heitinu „Ferð án enda." Hægt er að sækja lagið á Tonlist.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.