Ljóðkonudagur á Skriðuklaustri

skriduklaustur.jpgKonudagurinn hefur undanfarin ár verið dagurinn sem starfsemi á Skriðuklaustri hefur rumskað af miðsvetrarblundi. Engin undantekning verður gerð á því í ár. Að þessu sinni munu nokkur skáld lesa ljóð eftir konur og um konur og vonandi fyrir konur einnig.

 

Davíð Stefánsson, Sigurður Ingólfsson og félagar úr ljóðafélaginu Hása kisa, meðal annars Stefán Bogi og Ingunn Snædal, munu mæta og hefja lestur um kl. 14.00.

Aðgangur er ókeypis en eftir ljóðlesturinn verður opið í kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi fram til kl. 17.00. Tilvalin viðburður fyrir austfirska karlmenn sem eiga ljóðelskar konur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.