Ljóð Hákonar kveðin og lesin af húsgöflum

Hátíðarhöldin á 17. júní á Fljótsdalshérað voru með hefðbundnum hætti.  Hluti hátíðarhaldanna var að ljóð Hákonar Aðalsteinssonar voru kveðin og lesin af húsgöflum og veggjum meðan gengið var um götur Egilsstaða.

hakon_kvedinn.jpgHátíðarhöldin fóru að mestu fram í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með tilheyrandi hoppi, hí og húllumhæ, hátíðarræðu og að sjálfsögðu ávarpi fjallkonunnar, auk þess sem öll helstu veitingahús bæjarins voru með tilboð á veitingum af öllu tagi.

Formleg opnun á Ljóðabænum Egilsstöðum í Minjasafni Austurlands og ljóðaverkefni til heiðurs Hákoni Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, gönguferð var farin frá Minjasafninu sem stendur í jaðri Tjarnargarðsins gegn um bæinn og voru vísur Hákonar kveðnar og lesnar á leiðinni, undir húsagöflum sem ljóðin höfðu verið prentuð á, á leiðinni að Sláturhúsinu. Mörg af bestu ljóðum Hákonar munu birtast á húsveggjum víða um sveitarfélagið á næstunni. 

Í Sláturhúsinu var síðan opnuð myndverkasýningin 4KONUR sem er listsýning fjögurra kvenna og myndlistarfélagið opnaði sýningu í Flugstöðinni við Egilsstaðaflugvöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.