List án landamæra opnar í Sláturhúsinu í dag

loa_olof_bjork_bragadottir.jpgListahátíðin List án landamæra opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 14:00 í dag. Af því tilefni verður dagskrá í húsinu fram á kvöld. Dagskráin er eftirfarandi.
- Töfrar er mynd eftir Sigurð Ingólfsson og Ólöfu Björk Bragadóttur sem þau unnu með fólki í Stólpa á Egilsstöðum. Unnið var með Töfraflautuna eftir Mozart og staðinn þar sem töfrar verða til. Í Stólpa eru prinsar og prinsessur, galdrafólk og allskonar manneskjur sem eru í leit að sjálfum sér. Töfraflautan fjallar um sömu leit.
- Valtýr á grænni treyju er stutt leikin mynd um örlög stórbóndans Valtýs á Eyjólfsstöðum leikin af nemendum starfsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum (ME) í umsjón Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Magnúsar H. Helgasonar, kennara á starfsbraut ME.
- Andlitsmyndir. Myndlistarsýning starfsfólks í Stólpa og nemenda á Listnámsbraut ME. Sýningin er afrakstur myndlistarnámskeiðs sem haldið var í Stólpa og ME í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands og Listnámsbraut ME.
- Kvikmyndin Hannah eftir Sérgio Cruz myndlistarmann frá Portúgal fjallar um galsalegan metnað Hannah Dempsey, sem er ungur dansari og íþróttamaður með fötlun. Myndin er hluti af videólistahátíðinni 700.is Hreindýraland 2011 og hlaut Alternative routes verðlaun hátíðarinnar.
- Geðveikt kaffihús að hætti Bláklukkna
- Ljósmyndasýning Friðriks Kristjánssonar
- Listsýningar frá leik- og grunnskólum Fljótsdalshéraðs
- Listsýning frá mann- og geðræktarmiðstöðinni Ásheimum
- Tónlistaratriði frá tónskóla Fljótsdalshéraðs og tónsmiðju Hafþórs Vals Guðjónssonar
- Sýning frá handavinnuhóp Hlymsdala
- Sævar Rauðholti

Kl. 19:00
- „Svangar skálar“ Einstakt súpukvöld, samvinnuverkefni Anne Kampp, leirlistakonu, Guðbjargar Þórisdóttur samstarfskonu hennar og kvenfélagsins Bláklukkna. Þú kaupir þér súpu og brauð og færð að eiga skálina. Skálarnar verða til sýnis og pöntunar að deginum til í anddyri Sláturhússins. Athugið að það er takmarkað magn af skálum. Skál, gómsæt súpa og heimabakað brauð á aðeins 5.000 kr.
- Tónlistaratriði þar sem fram koma meðal annarra: Sædís Sif Harðardóttir, Hátt upp til hlíða – Ríó tríó ábreiðsluhljómsveit, nemendur tónskólans á Fljótsdalshéraði og Tónsmiðju Hafþórs Vals Guðjónssonar.
- Stuttmyndirnar Töfrar, Valtýr á grænni treyju og Hannah verða einnig sýndar um kvöldið

Listsýningarnar og stuttmyndirnar eru opnar 7. – 20. maí, mánudaga – fimmtudaga frá kl. 17.00 – 22.00 og föstudag, laugardag og sunnudag 14 – 16.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.