Líflegt skemmtikvöld í Valaskjálf

ImageÍ kvöld, föstudaginn 27. maí, verður skemmtikvöld á vegum Leikfélags Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf. Húsið opnar klukkan 20:00 og skemmtunin hefst klukkan 21:00. Sérstakt tilboð verður á barnum hjá Gísla frá 20:00 til 21:00.

Mikið verður um dýrðir og lofa aðstandendur góðri skemmtun. Harmonikkufélag Héraðsbúa opnar kvöldið og leikur nokkur lög. Þá tekur við ljóðalestur þar sem tvö austfirsk skáld leyfa okkur að kíkja í sinn sjóð. Hjartafimmurnar taka lagið, sem og Valný Lára sem syngur tvö lög. Gluggað verður í samskipti kynjana og heyrst hefur að möguleiki sé á að við fáum námskeið í þeim efnum. Síðast en ekki síst sýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs einþáttunginn ,,Illt til afspurnar" sem kitlar hláturtaugar áhorfandans af mikilli snilld. Allir ættu því að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. 

Nú er kominn tími til að kæla sófann og koma í Valaskjálf í góðan félagskap og skemmta sér.
Miðaverð er 800 kr.- og er ekki posi á staðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.