Leiðrétting vegna umfjöllunar smáýsudráps síldarflotans í Breiðafirði

Vegna þeirrar umfjöllunar sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu um meint smáýsudráp síldarflotans í Breiðafirði, vill Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf., koma eftirfarandi á framfæri. ,,Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur tekið á móti langmestu af síld á vertíðinni, hún hefur öll verið veidd í Breiðafirði.  Nánast öll síldin hefur farið til manneldisvinnslu, þar er hún tekin yfir flokkara og bolfiskur skilinn frá, settur í kör og vigtaður samkvæmt reglum fiskistofu.  Eftirlitsaðilar fiskistofu hafa fylgst með flokkun og vigtun aflans.

sild2_16_06_08.jpg

Eins og sést á töflunni hér að neðan hefur verið landað 13.500 tonnum hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað af 36.000 tonna heildarafla sem gerir rúm 37% af veiðinni á vertíðinni.  Þar af hefur meðafli í ýsu verið rúm 3.800 kg.

Íslensk síld, landað í Neskaupstað á vertíðinni
  Síld til vinnslu Síld til bræðslu Samtals síld Ýsa Þorskur Ufsi Samtals meðafli Hlutfall meðafla
Börkur 7.706.000 13.000 7.719.000 3.703 1.211 74 4.988 0,06%
Háberg 4.692.000 394.000 5.086.000 155 1.107   1.262 0,02%
Bjarni Ólafsson 724.531 0 724.531 629 54 683 0,09%
13.122.531 407.000 13.529.531 3.858 2.947 128 6.933 0,05%
 

 

 

Eins og sést á framansögðu er orðrómur um stórfellt ýsudráp síldarflotans í Breiðafirði úr lausu lofti gripinn.  Fréttaflutningur af þessu tagi virðist eingöngu settur fram með það að markmiði að vega að orðstír sjómanna, starfsfólks og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á viðkomandi veiðiskap.

 

Mér finnst starfsfólk Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og annarra fyrirtækja sem vinna við gjaldeyrissköpun úr síldinni ekki eiga skilið að sitja undir rangfærslum sem þessum.

Gunnþór Ingvason
Framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.