Leikskólabörn sungu fyrir bæjarstjórann: Myndband

dagur_leikskolans_2013.jpg
Leikskólabörn af Tjarnarbæ/Skógarbæ heimsóttu bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs í morgun í tilefni af degi leikskólans. Bæjarstjórinn tók á móti þeim í fundarsal bæjarstjórnar og útskýrði hvernig bæjarstjórnarfundir fara fram.

„Af hverju er allt þetta drasl á borðinu,“ var fyrsta spurningin sem Björn Ingimarsson fékk eftir að komið var inn í fundarsalinn. Á fundarborðinu voru ýmsar rafmagns- og tölvusnúrur í flækju.

Björn útskýrði hvernig fundir færu fram, hver sæti hvar og hvernig fundahamar væri notaður til að setja og slíta fundi. Börnin höfðu áhuga á að vita hvað gert væri þegar læti væru á fundum en bæjarstjórinn fullyrti að „það væru eiginlega aldrei læti.“

Sýnt er beint frá bæjarstjórnarfundum á Fljótsdalshéraði og tengist hluti búnaðarins í fundarsalnum útsendingunum. Björn hvatti börnin til að skoða upptökur af fundum og fullyrti að þær væru „skemmtilegri en teiknimyndirnar.“

Krakkarnir sungu þrjú lög fyrir bæjarstjórann og þá starfsmenn bæjarskrifstofanna sem viðstaddir voru í morgun. Söngnum fylgdi áskorun til bæjarfulltrúa um að taka lagið á bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður seinni partinn í dag.
 
 
dagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpgdagur_leikskolans_2013.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.