Landinn í loftið í kvöld

Landinn, nýr frétta- og þjóðlífsþáttur Ríkisútvarpsins, fer í loftið í kvöld. Þar  verða fluttar fréttir  og sagðar sögur af fólkinu í landinu.Meðal efnis í kvöld er fréttaskýring Rúnars Snæs Reynissonar um fólksflutninga af landsbyggðinni.

 

Í Landanum ítarlegar fréttaskýringar um ýmis mál sem brenna á fólki um land allt  og sérstaklega fjallað um nýsköpun í atvinnulífinu. Mannlífið í fjölbreytileika sínum birtist ljóslifandi í þessum vikulega sunnudagsþætti.

Umsjónarmenn Landans starfa í öllum landshlutum og fara víða. Markmið þáttarins er meðal annars að mæta þörf fyrir fréttir og dagskrárgerð af landsbyggðinni.

Umsjónarmenn eru Gísli Einarsson, Ragnhildur Thorlacius, Freyja Dögg Frímannsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Ágúst Ólafsson, Rúnar Snær Reynisson og Sighvatur Jónsson. Ritstjóri: Gísli Einarsson,

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.