Kynna ferðaþjónustu í Fjarðabyggð

Vösk sveit ferðaþjónustufólks úr Fjarðabyggð leggur land undir fót um helgina og  heldur  til Reykjavíkur  til  að kynna ferðaþjónustu  og það hvað er í boði í sveitarfélaginu  yfir vetrartímann. Spilar skíðasvæðið í Oddsskarði þar stórt hlutverk.  Nokkrir aðilar sem  bjóða upp á gistingu, veitingar og skemmtanir  ásamt  fulltrúum  sveitarfélagsins  fara suður og sjá um  kynninguna sem verður í Höfuðborgarstofu í  Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.

eskifjrur.jpg

Kynningin verður laugardaginn 31. október frá 11:00 – 16:00 og sunnudaginn 1. nóvember frá 11:00 – 14:00 og eru allir velkomnir.  Verkefninu,  sem ber nafnið „Fjarðabyggð – flott í vetur“  verður svo fylgt eftir með auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi og er öllum sem stunda í ferðaþjónustu í Fjarðabyggð boðið að taka átt í þessari sameiginlegu markaðssetningu.  Af þessu tilefni gefur Fjarðabyggð út bækling  um hátíðir, skemmtanir,  veitinga- og gististaði og fleira hagnýtt fyrir ferðamanninn.

 

 

,,Þar sem íslenskir skíðamenn leita í minna mæli erlendis teljum við að þetta sé rétti tíminn til að kynna Fjarðabyggð sem spennandi áfangastað í vetur .  Stefnt er að því að  auka fjölda gesta yfir vetrarmánuðina efla þá  þjónustu sem í boði er á svæðinu og stuðla þannig að ferðamennsku allt árið um kring.   Það er von þeirra  sem standa að verkefninu að fjölgun verði á ferðamönnum á öllu Austurlandi yfir veturinn  og að verkefnið skili þjónustuaðilum á svæðinu meiri viðskiptum en ella.  Verkefnið er unnið í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á svæðinu og er styrkt af Ferðamálastofu og Flugfélagi Íslands.

Fjarðabyggð hefur uppá margt að bjóða fyrir ferðamenn allt árið um kring en  yfir vetrartímann er Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði eða  Austfirsku Alparnir trompið okkar hér fyrir austan.  Oddskarðið  er talið eitt fjölbreyttasta skíðasvæði landsins.  Þar eru þrjár toglyftur og topplyfta sem endar í 840 metrum yfir sjávarmáli.  Svæðið státar af ægifögru útsýni og í miklum snjó er jafnvel hægt að renna sér frá toppi fjallsins niður að sjó en það er upplifun sem ekki er hægt að njóta á mörgum stöðum,“ segir í tilkynningu á www.fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.