Kvikmyndin Lof mér að falla í Sláturhúsinu

„Ég veit að myndin er alveg gríðarlega erfið og sjálf kvíði ég því mikið að horfa á hana,“ segir Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastóri Sláturhússins menningaseturs á Egilsstöðum, en tvær sýiningar af kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, verður sýnd þar næstkomandi sunnudag.


Hver var ástæða þess að Sláturhúsið tók ákvörðun um að fá myndina austur? „Ástæða þess að við fáum almennt ekki myndir til okkar, hvort sem um er að ræða nýjar íslenskar myndir eða aðrar sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum, er að við erum ekki með öruggar sýningargræjur. Til þess að fá myndir þarf maður að vera með lokuð sýningarkerfi og blátt bann er við því að sýna myndir utan þess.

Ég hef verið að garfa í þessu málum og hef meðal annars bent á það í ráðuneytinu að smærri sveitarfélög eigi ekki svona dýrar græjur og geti þar af leiðandi ekki sýnt myndir. Ég lít svo á að það stangist á við kvikmyndalög, við eigum rétt á því að sjá myndir.

Ég talaði svo núna við Senu og þá kom í ljós að mikill skilningur er fyrir vandamálinu. Í þessu tilfelli bættist svo við að ég þekki framleiðendurna og þeir treysta mér. Ég fæ efnið á ákveðnu formi, sýni það sjálf og sendi það frá mér, þannig að það fer aldrei í gegnum tölvu. Í rauninni er þetta því á mína persónulegu ábyrgð sem að ég fæ að sýna þessa mynd."

Flestir hefðu gott af því að sjá myndina
Aðeins geta um fimmtíu manns með góðu komist að á hverja sýningu, en aldurstakmark er 16 ár. „Ég held að myndin sé alveg gríðarlega áhrifamikil og held að flestir hefðu gott af því að sjá hana, sérstaklega þeir sem eru með unglinga og eldri unglingar sjálfir. Við sjáum svo mikið af myndum sem fjalla um þessi mál og flestar eru þær gerðar spennandi og sýna ekki rökrétta mynd af ástandinu,“ segir Kristín, en aðeins verða tvær sýningar á myndinni, klukkan 17:00 og 20:00 á sunnudag. Aldurstakmark er 16 ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.