Kvennalið Þróttar í undanúrslit

Kvennalið Þróttar er komið í undanúrslit bikarkeppninnar í blaki en fyrri forkeppni keppninnar fór fram í Reykjavík fyrir skemmstu. Karlaliðið missti naumlega af undanúrslitasæti.

blak_bikarkeppni_helgi1_0077_vefur.jpg

Bikarkeppnin fer að þessu sinni þannig fram að leiknar eru tvær forkeppnir. Tvö lið komust áfram hjá hvoru kyni um daginn en seinni forkeppnin verður á Akureyri í febrúar. Þar gefst þeim liðum sem ekki komust áfram núna tækifæri á að tryggja sér þáttökurétt í úrslitahelginni sem fram fer í Laugardalshöll í mars.

Kvennalið Þróttar vann alla sína leiki, þar með talið Fylki 2-1 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. KA fylgdi þeim í undanúrslitin.

Karlalið Þróttar vann einn leik, gegn HK, en tapaði tveimur. Liðið, sem leikið hefur í 2. deild undanfarin ár, var ekki fjarri því að vinna 1. deildarlið KA. Þróttur Reykjavík og Stjarnan, sem hafa skipt með sér titlunum í karlablakinu undanfarin ár, komust áfram.

 

GG

 blak_bikarkeppni_helgi1_0100_vefur.jpg

021: Úr leik Stjörnunnar og Þróttar í kvennaflokki. Mynd: GG

100: Félaginn notaður sem stökkpallur. Karlaliðið vann HK í spennandi leik. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar