Kona fékk í sig byssukúlubrot

Kona sem var á ferð með hreindýraskyttum á Fljótsdalsheiði í gær fékk í sig brot úr byssukúlu sem endurkastaðist af grjóti. RÚV greinir frá þessu. Segir að slysið hafi orðið um hádegisbil í gær nálægt Bessastaðavötnum á Fljótsdalsheiði.

byssukla.jpg

Einn samferðamanna konunnar skaut á hreindýrskálf en koparflís úr einni byssukúlunni skaust í læri konunnar. Hún hélt í fyrstu að um steinflís væri að ræða og gekk nokkra kílómetra ásamt veiðifélögum sínum niður að bíl þeirra. Konan fór til læknis á Egilsstöðum og þá kom í ljós að um brot úr byssukúlu var að ræða. Lögreglan mun taka skýrslu vegna slyssins eftir hádegi í dag. www.ruv.is.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar