Kajakræðarar róa meðfram Austfjörðum

rian_maanser_dan_kajak.jpgKajakræðararnir Rian Manser og Dan Skinstad, sem hófu ferð sína á kajak umhverfis Ísland um miðjan mars, komu til Austfjarða um helgina og róa meðfram austurströndinni næstu daga.

Félagarnir komu til Vopnafjarðar um miðja vikuna og róa nú áfram úti fyrir Austfjörðum. Þeir hófu för sína frá Húsavík 16. mars og gera ráð fyrir að vera fjóra mánuði að 500 km leið umhverfis Ísland. Þeir róa að meðaltali 21 kílómeter á dag í 96 daga en hvíla í nítján.

Ferðin er mikil áskorun fyrir báða. Þótt Riaan sé vanur ræðari hefur hann ekki áður leitt ferð yfir erfiða leið. Dan er með lítillega skerta hreyfigetur og tekst á við þær áskoranir sem henni fylgja.

Þeim fylgir vel búið lið tökumanna og ljósmyndara sem vinna að heimildarmynd um ferðina. Liðið hjálpar tvímenningunum samt ekki. Þeir þurfa að tjalda sjálfur á hverjum degi, útvega sér mat og takast á við hverjar þær aðstæður sem upp kunna að koma.

Nánar má fylgjast með ferðum þeirra á heimasíðu Riaan.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.