Skip to main content

Inn og út úr Idolinu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. mar 2009 15:11Uppfært 08. jan 2016 19:19

Eskfirðingurinn Sigurður Magnús Þorbergsson hefur undanfarna daga upplifað hringekjuferð í Idol-Stjörnuleit. Hann verður einn af tólf þátttakendum í úrslitunum.

 

ImageSeinasta föstudagskvöld var Sigurður Magnús einn tíu stráka sem kepptu um fimm laus sæti. Vegna mistaka tilkynnti annar kynnir þáttarins að Sigurður hefði verið kosinn áfram af áhorfendum. Síðan fékk dómnefndin að velja fimmta manninn, en aftur var gengið fram hjá Sigurði. Að lokum var valinn „Wildcard“ keppandi sem sá ellefti í úrslitin. Aftur var Sigurður annar þeirra sem kom til greina og aftur sat hann eftir. Að lokum var ákveðið að bæta við tólfta keppandanum. Sigurður verður því meðal tólf keppenda á föstudagskvöldið og syngir lagið „Angels“ með Robbie Williams. Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir frá Djúpavogi keppir einnig á föstudagskvöldið og syngur lagið „Heartache Tonight“ með Eagles.