Hvetja landsmenn til að ganga inn í ljósið

Píeta, samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hvetja Íslendinga til að nota morgundaginn til fara í göngu og horfa á sólarupprásina. Á morgun er árleg ganga samtakanna undir yfirskriftinni „Úr myrkrinu í ljósið“

Viðburðurinn er haldinn til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðunar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.

Undanfarin ár hafa samtökin skipulagt 5 km langar göngur við sólarupprás en því verður ekki við komið vegna samkomutakmarkana í ár. Þess vegna eru landsmenn, ýmis einir eða í sínum hópum, hvattir til að fara í eigin göngur.

Í tilkynningu samtakanna er bent á að gott sé að fara út úr húsi klukkan fimm í nótt. Fyrir þá sem vilja sofa lengur skiptir þó ekki máli hvenær dags sé farið af stað, markmiðið sé að hvetja til hollrar hreyfingar og útivistar.

Píeta samtökin reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. Hægt er að búa til viðburði inni á tix.is og styrkja samtökin um leið. Nánari upplýsingar um samtökin eru á www.pieta.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.