Höttur í eldlínunni um helgina

Hattarmenn munu standa í ströngu í 1. deldinni um helgina þegar leiknir verða tveir erfiðir útileikir gegn Haukum í Hafnarfirði í kvöld og Þór í Þorlákshöfn á sunnudag. Bosko Boskovic mun væntanlega leika sinn fyrsta leik með liðinu í ár.

httur__leik.jpg

Bosko er 212 cm hár miðherji sem búið hefur og starfað á Egilsstöðum í allmörg ár. Hann hefur leikið með Hattarliðinu af og á á þessum tíma og lék eina þrjá leiki í fyrra. Þótt Bosko sé nokkuð langt frá sínu besta formi er það gríðarlegur styrkur fyrir liðið að hafa hann með. Hann er þrautreyndur og sterkur undir körfunni.

Undirbúningur liðsins hefur markast nokkuð af veikindum og annarri truflun. Björgvin Karl Gunnarsson er fluttur til höfuðborgarinnar en stefnir að því að leika áfram með liðinu en hefur vitaskuld ekki æft með hópnum að undanförnu. Einar Hróbjartur Jónsson er enn veikur og Águst Dearborn hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla en verður klár í slaginn. Framherjinn sterki, Steinólfur "Skoppi" Jónasson verður ekki með Hattarmönnum en hann er að þreyta svokallað pungapróf um helgina.

Flautað verður til leiks á Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15 í kvöld og við hvetjum alla Hattarmenn í höfuðborginni til að æta og hvetja liðið áfram. Leikurinn gegn Þór fer fram í Þorlákshöfn kl. 13:00 á sunnudag og það er vitaskuld tilvalinn sunnudagsrúntur að skella sér í gegnum Þrengslin og horfa á góðan körfuboltaleik. (www.hottur.is/korfubolti)

 

 

-

Mynd/Höttur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.