Hátíðartónleikar Miri í Sláturhúsinu

Image 

Síðastliðinn fimmtudag, 14. apríl, héldu strákarnir í hljómsveitinni Miri tónleika til að fagna tímamótum á ferli sínum. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, "Okkar", sem hlotið hefur góðar viðtökur hérlendis, mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í næsta mánuði, auk þess sem hljómsveitin afhjúpaði nýjasta meðlim sinn, Skúla Magnússon. Tónleikarnir fóru fram í Vegahúsinu í Sláturhúsinu og var þar mikið stuð. 

Hljómsveitina Miri skipa þeir Árni Geir, Hjalti Jón, Ívar Pétur og Óttar Brjánn ásamt hinum nýja gítarleikara Skúla Magnússyni. Auk þeirra stigu á svið Hafþór Valur, munnhörpuleikari, og Halldór Waren, hljómborðsleikari, og sýndu báðir frábæra takta. Miri mun á komandi tímum leggjast í ferðalag yfir höfin til að kynna plötuna og vildi hljómsveitin með þessum tónleikum hefja ferðalagið á heimaslóðum.

Auk þeirra spilaði á tónleikunum Loji Höskuldsson. Loji er gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Sudden Weather Change og  gaf nýverið út sólóplötuna "Skyndiskyssur".

Eins og kom fram var mikið stuð á tónleikunum og skemmtu gestir Vegahússins sér konunglega. 

Heimasíða Miri: http://myspace.com/mirimusic

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.