Hreinkálfurinn rólegur í túninu innan um lömbin

eyrarland_hreinkalfur_0020_web.jpg
Hreindýrskálfur, sem rakst með fé inn á túnin á Eyrarlandi í Fljótsdal fyrir um mánuði, unir hag sínum þar vel og sýnir á sér lítið fararsnið. Dýrið hefur eflst og styrkt á túnverunni.

Það var 16. september sem ábúendur á Eyrarlandi smöluðu heimalandið. Með kom hreindýrskálfur, fremur veikburða sem ekki hefur farið síðan. Hann hefur haldið sig á túninu og braggast.

Líklegt er að hann hafi hrakist af stað eftir að móðir hans var skotin á hreindýraveiðitímabilinu. Misjafnt er hversu lengi þeir lifa og vist á ræktarlandi hefur stundum farið illa í þá.

„Hann er alltaf á sama stað í túninu, þar virðist rólegt. Við leyfum honum að vera á meðan hann vill það,“ segir Þorvarður Ingimarsson, bóndi.

Kindurnar eru farnar að venjast návist hans. Fyrst vildu þær ekki vera nálægt honum en nú virðist hann orðinn einn af hjörðinni.

„Fyrstu daganna var alltaf hlaupið upp á loft inni í húsi á morgnana til tékka á hvort hann væri ekki á sínum stað,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, bóndi.

Tvíburarnir Arnar og Hjálmar eru með ákveðin áform fyrir kálfinn ef hann verður mannblendinn. „Við setjum á hann band og bjöllu og bindum hann fyrir sleðann ef hann verður gæfur!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.