Hrafna Hanna vann Idol
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. maí 2009 10:56 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs frá Djúpavogi, sigraði í Idol stjörnuleit en úrslitin fóru fram í Smáralind í gær.
Hún fékk 60 prósent af 70 þúsund atkvæðum í símakosningunni. Á móti henni í úrslitum var hin 24 gamla Anna Hlín Sekulic.Fyrir sigurinn fær Hrafna titilinn Idol stjarna Íslands 2009 auk tveggja milljóna króna í verðlaunafé.
Báðar stúlkurnar sungu þrjú lög í kvöld, eitt að eigin vali, annað sem samið var sérstaklega fyrir kvöldið og hið þriðja sem dómnefndin valdi fyrir þær. Hrafna Hanna flutti ELO lagið Ticket to the Moon, Alla leið eftir Örlyg Smára og Pál Óskar og Ég elska þig enn sem Mannakorn gerði frægt.