,,Í hjólför aldamótanna"

Fjöldi manns á mikið breyttum torfærujeppum, allt að 100 bílum, kom í gær af fjöllum eftir ferð yfir hálendið af Suðurlandi.

jeppar_vid_bonus.jpgFerðin sem kölluð er ,,Í hjólför aldamótanna" er farin í tilefni þess að 10 ár eru nú liðin, síðan farin var fjölmenn og fræg ferð í tilefni síðustu aldamóta, yfir hálendið milli Austurlands og Suðurlands. Nú voru að sögn í ferðinni náægt 100 jeppar af öllum gerðum, stærðum og mismikið upphækkuðum og breyttum.

Bílarnir voru af ýmsum gerðum, allt frá Ford Williz árgerð 1942, sem að vísu var búið að fitla aðeins við, upp í stóra nýlega dreka Ford 350 og Dodge Ram, á allt upp í 50 tommu dekkum og einn á þremur hásingum sem allar voru búnar þessum risa blöðrudekkum.  Síðan voru bílarnir af öllum stærðum og gerðum þar á milli.

Jeppaflokkurinn kom af Suðurlandi um Nýjadal, Gæsavatnaleið, í Dreka, þaðan austur yfir Brúarjökul, í Snæfell og þaðan út í Fljótsdal.   Stórum hluta af flotanum var stillt upp á Bónusplaninu á Egilsstöðum í morgun allt að 50 bílum í einu en segja má að þá hafi planið verið fullt, en jeppatröllin sem er réttnefni, voru að koma og fara inn og út af planinu frá því klukkan hálf tíu til klukkan ellefu í morgun.  Þar mátti sjá margt torfærutröllið og margan hagalega gerðan smíðisgripinn ef svo má segja, um svona mikið breytta bíla og marga hálfpartinn heimasmíðaða ef svo má að orði komast.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.