Hæfileikakeppni á æskulýðsmóti kirkjunnar - Myndir

kirkjukrakkar1_web.jpgUm 100 unglingar af Norður- og Austurlandi tóku um helgina þátt í æskulýðsmóti í Brúarásskóla. Meðal annars var keppt í HÆNU – hæfileikakeppni NorðAusturlands.

 

Auk HÆNU var unnið í smiðjum þar sem þátttakendur gátu látið ljós sitt skína með skapandi tónlist, leiklist og listsköpun. Einnnig  var boðið upp skyndihjálparhóp, leikjahóp og fjölmiðlahóp, sem bjó til fréttablað og leituðu leiða til að ná eyrum og augum fjölmiðla,

kirkjukrakkar7_web.jpgUm 100 unglingar á aldrinum 13 til 16 ára og leiðtogar af Norður- og Austurlandi tóku þátt í mótinu sem haldið var í Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði. Þema mótsins var „Með sama hugarfari og Kristur“ og vísar, að sögn skipuleggjenda, til þess að við erum öll ólík en eitt. „Við höfum margbreytilega hæfileika, sem við eigum að nýta hvert fyrir annað og samfélag okkar. Í þemastund á laugardeginum var fræðsla um mannréttindi, hver við erum, hvað við eigum sameiginlegt og mikilvægi þess að hugsa til þeirra sem njóta ekki mannréttinda.“

kirkjukrakkar10_web.jpgÁ laugardagskvöldinu fór fram hin árlega hæfileikakeppni. Keppnin fór að þessu sinni fram í Egilsstaðaskóla og keppt var í þremur flokkum. Í frjálsum flokki sigraði Matthías Þór Sverrisson frá Reyðarfirði, í flokki söngs og tónlistar sigraði hópur úr æskulýðsfélaginu Bíbí á Fljótsdalshéraði og í flokki dans og líkamstjáningar sigraði danshópur frá æskulýðsfélagi Vopnafjarðarkirkju. Að keppninni lokinni var svo haldið stórt sundlaugarpartý í sundlauginni á Egilsstöðum.

kirkjukrakkar_web.jpgMótinu lauk með fjölmennri æskulýðsguðsþjónustu í Kirkjubæjarkirkju, elstu kirkju Fljótsdalshéraðs, á sunnudeginum. Þar tóku unglingarnir virkan þátt og sýndu hluta af afrakstri hópavinnu helgarinnar. Tónlistarhópur, undir stjórn Hjalta Jóns Sverrissonar tónlistarmanns, flutti gamlan sálm í nýstárlegri útgáfu með bæði hefðbundnum og óhefðbundnum hljóðfærum. Leikhópur, undir stjórn Laufeyjar Brár Jónsdóttur leikara, flutti frumsaminn leikþátt sem unninn var út frá þema æskulýðsmótsins.

Unglingar leiddu bæn og lásu ritningarlestur, vígslubiskup Hólaumdæmis, sr. Jón A. Baldvinsson, predikaði í guðsþjónustunni en sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir sóknarprestur og sr. Hildur Eir Bolladóttir þjónuðu fyrir altari.

Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi og Æskulýðssamband Eyjafjarðarprófastdæmis stóðu fyrir mótshaldinu.

Myndir: Stefán Már Gunnlaugsson

kirkjukrakkar2_web.jpgkirkjukrakkar4_web.jpgkirkjukrakkar5_web.jpgkirkjukrakkar6_web.jpgkirkjukrakkar8_web.jpgkirkjukrakkar9_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.