Helgin austanlands

Þeim fer fækkandi viðburðum austanlands þegar svo skammt er orðið til jóla en verslanir eru gjarnan opnar lengur þessa síðustu helgi fyrir hátíðina en venja er til. Engu að síður nokkuð í boði dagana 17.-19. desember.

Jólasýning Valkyrju danslistaskólans á Vopnafirði fer fram á morgun 18. desember en sýningin er skipt eftir aldurshópum og stendur frá klukkan 10 til 15:30. Allir velkomnir en sökum takmarkaðs pláss er nauðsynlegt að skrá sig á fésbókarvef Valkyrju.

Útgáfuhóf fer fram á Tehostel á Egilsstöðum klukkan 17 í dag en þá mun Ásgeir Hvítaskáld lesa upp úr glænýrri barnabók sinni Af hverju skín sólin ekki á mig. Hann mun einnig árita bók sína í kjölfarið.

Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson spilar í annað sinn Lög Leonard Cohen í Fáskrúðsfjarðarkirkju á laugardagskvöld klukkan 20. Það gerði hann líka um síðustu helgi á sama stað og þótti takast frábærlega.

Heimsforsýning á nýjustu stórmyndinni um Spider-Man fer fram í Herðubreið á Seyðisfirði í kvöld en sýningin er síðasti viðburður haustannar félagsmiðstöðva Múlaþings. Kvikmyndin forsýnd víða um heim á sama tíma áður en hún fer í almenna dreifingu í kvikmyndahús.

Enn er hægt að kynna sér sýninguna Smáheimar íslenskra þjóðsagna um helgina í Kaupvangi á Vopnafirði en þar er jafnframt sýning á gömlum leikföngum fólks á svæðinu. Opið laugar- og sunnudag frá 14 til 17.


 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.