Hammondhátíð hófst í gærkvöldi

djupivogur.jpgHammond-hátíð á Djúpavogi hófst í gærkvöldi með tónleikum ASA-tríósins og Tónleikafélags Djúpavogs. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði utan tónleika um helgina.

 

Tónleikar kvöldsins verða með „Landsliðinu“ en það skipa Páll Rósinkrans, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Jóhann Hjörleifsson, Tómas Jónsson og Róbert Þórhallsson. Tónleikarnir hefjast á Hótel Framtíð klukkan 20:30.

Á morgun mæta gleðigjafarnir í Baggalúti á svið á Hótel Framtíð klukkan 20:30. Á morgun gefst hljóðfæraleikurum færi á að kynnast Hammond orgelinu frá klukkan 15:00 á hótelinu.

Hátíðinni lýkur með tónleikum í Djúpavogskirkju klukkan 14:00 á sunnudag. Þar koma fram Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og József Béla Kiss, sem syngur einsöng, Andrea Kissné Refvalvi, sem leikur á fiðlu og Guðlaug Hestnes á píanó.

Milli viðburða er ýmislegt í gangi í bænum svo sem handverkssýningar, opnun á söfnum og tilboð í verslunum, gönguverður og KUBB-mót.

Nánari upplýsingar eru á www.djupivogur.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.