Skip to main content

Hafnar fyrningu aflaheimilda

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. jún 2009 17:21Uppfært 08. jan 2016 19:20

Bæjarstjórn Hornafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirra óvissu kominn er upp í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi á Hornfirði. Nú þegar hefur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fara svokallaða fyrningarleið á úthlutuðum kvóta valdið fyrirtækjum skaða og sett rekstur þeirra í uppnám. Auk sjávarútvegsfyrirtækja hefur þetta mikil áhrif á nýsköpun og þau fyrirtæki sem hafa atvinnu af þjónustu við sjávarútveginn.

Í fréttatilkynningur segir að bæjarstjórn Hornafjarðar skori á ríkisvaldið að falla nú þegar frá ákvörðunum um fyrningu aflaheimilda. „Sjávarútvegurinn er sú undirstöðuatvinnugrein sem aflar þjóðinni stóran hluta gjaldeyristekna og við núverandi ástand í þjóðfélaginu er það afar varhugavert að setja þessa atvinnugrein í algjört uppnám eins og nú stefnir í. 

 

Jafnframt er mikilvægt að komið sé í veg fyrir upplausnarástand í sjávarútvegi við hverjar alþingiskosningar. Því hvetur Bæjarstjórn Hornafjarðar til þess að hafin verði endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að skapa sátt um kerfið til framtíðar til þess að efla stöðu byggðanna."