Færri konur í framboði

Mun færri konur eru á framboðslistum flokkanna fyrir alþingiskosningarnar á laugardag en í kosningunum 2003 og 2007. Hlutfall kvenna er nú rúm 40% en var rúm 47% árið 2007. Lakast er hlutfall kvenna í Norðausturkjördæmi eða 33% en hæst er hlutfallið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 45%. Hlutfallslega fæstar konur eru í framboði fyrir P-lista Lýðræðishreyfingarinnar eða 19% en flestar hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum, tæplega 51%. Frá þessu greinir á mbl.is.

konur.jpg

 

Færri konur en í tvennum síðustu kosningum

 

Alls eru 882 einstaklingar á framboðslistum framboðanna 7 fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl. Konur eru 355 eða 40,25% en karlarnir 527 eða 59,75%.

 

Ef kynjaskipting á framboðslistum er skoðuð í tvennum síðustu alþingiskosningum má sjá að heldur hefur hallað á konur. Árið 2003 var hlutfall kvenna á framboðslistum 42,4% en karla 57,6%. Árið 2007 lagaðist hlutfallið verulega og var hlutfall kvenna 47,2% á framboðslistum en karla 52,8%. Nú hrapar hlutfallið á ný eins og áður segir.

 

Norðausturkjördæmi sker sig nokkuð úr hvað varðar kynjahlutföll en karlar eru 67% frambjóðenda en konur aðeins 33%.

  

http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/21/faerri_konur_a_frambodslistum/

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar