Fram í hundrað ár

umf_fram_100ara_0005_web.jpgEitt hundrað ára afmæli Ungmennafélagsins Fram í Hjaltastaðaþingá var fagnað í gær með samkomu við félagsheimilið Hjaltalund. Félagið var á sínum tíma drífandi við byggingu heimilisins, íþróttaaðstöðu þar í kring og hefur síðan lagt rækt við umhverfi staðarins.

Félagið var endurreist í vor eftir að hafa legið í dvala í um tuttugu ár. María Guðbjörg Guðmundsdóttir, Laufási, var þá kjörin formaður, Dagbjartur Jónsson ritari og Sigbjörn Sævarsson gjaldkeri.

Á afmælishátíðinni í gær var meðal annars snyrtilegasta býlið í ábúð í sveitinni kosið en sá heiður fór til Dala. Boðið var upp á ratleik í skóginum við Hjaltalund, keppt í boðhlaupi og rúllubaggaveltu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.