Skip to main content

Forsætisráðherrarnir byrjaðir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. jún 2009 16:20Uppfært 08. jan 2016 19:20

Fundur norrænu forsætisráðherranna hófst á Hótel Héraði á Egilsstöðum klukkan fjögur og stendur fram eftir kvöldi. Á morgun skoða ráðherrarnir Fljótsdalshérað.

ImageHver ráðherra kom, ásamt fylgdarsveit, í einkaflugvél til Egilsstaðaflugvallar. Sá fyrsti lenti klukkan þrjú og síðan lentu vélarnar hver af annarri næstu fjörutíu mínúturnar. Ráðherrarnir gista á Gistihúsinu Egilsstöðum en funda í kjallara Hótel Héraðs. Í fyrramálið verður blaðamannafundur áður en ráðherrarnir fara í hringferð um Fljótsdalshéraðs.

Hverjum ráðherra fylgir um 3-5 manna fylgdarlið þannig að alls sitja um þrjátíu manns á fundinum. Við bætast síðan öryggisverðir og íslenskir og erlendir fréttamenn, en áætlað er að yfir fimmtíu manns komi í allt að fundinum.

Athyglin beinist að Svíum sem taka við formennsku í Evrópusambandinu af Tékkum þann 1. júlí. Formennskan tengist síðan hugsanlegum aðildarviðræðum Íslendinga.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er aðalfulltrúi Íslendinga á fundinum. Hann situr einnig Halldór Ásgrímssonm, fyrrverandi þingmaður Austurlands, sem er formaður norrænu ráðherranefndarinnar.