Flugnám hjá Keili vinsælt hjá Austfirðingum

keilir_flug2_web.jpg

Þó nokkrir Austfirðingar hafa sótt í flugnám hjá Flugakademíu Keilis. Áhugasömum Austfirðingum bauðst í dag tækifæri á að fara í kynningarflug með Keilisfólki á Egilsstaðavelli.

 

„Þetta er strembið nám en ef þú hefur áhugann þá er þetta það skemmtilegasta sem þú getur lært,“ segir Íris Erla Thorarensen, þjálfunarstjóri hjá Flugakademíunni.

Fyrsta skrefið í átt að flugmannsréttindunum er einkaflugmannspróf en menn geta byrjað það nám sextán ára gamlir. Að því loknu geta menn spreytt sig á inntökuprófi í atvinnuflugmannsnámið.

Nokkrir Austfirðingar hafa farið í gegnum flugnámið hjá Keili. „Við erum með nokkra Austfirðinga sem eru byrjaðir í atvinnuflugnáminu eftir að hafa lokið einkaflugmannsprófi hjá okkur.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar