Flosi í Bakú: Íslenska atriðið verður eitt það besta í kvöld

flosi_baku1.jpg
Íslenski hópurinn stóð sig frábærlega á lokarennsli fyrir fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Sérfræðingur Agl.is, sem er á staðnum, segir íslenska atriðið með þeim betri sem komi fram í kvöld. Hann spáir í spilin fyrir kvöldið í kvöld.

Kæru Austfirðingar

Það er ekki margir sem geta sagt að þeir hafi komið til Bakú - vita menn yfir höfuð hvar það er? Það er ekki eitthvað ofan á brauð heldur höfuðborg Aserbaídsjan þar sem Eurovision er haldið í ár, sem er einmitt ástæðan að ég er hér. Það má einnig þess geta að Bakú er að keppast um að fá Ólympíuleikana 2020. Ég er einn af stofnendum FÁSES sem er aðdáendaklúbbur Íslands um Eurovision og fór ég fyrir okkar hönd til að sjá til þess að fólk sjái íslenska fánann alls staðar.

flosi_baku3.jpg
Fyrsti dagurinn er á enda og ég heldur betur búinn að lenda í ævintýrum. Ég fór í leit að strætó til að komast í Kristalhöllina. Ég spurði einhvern og fékk fá svör þannig ég ákvað bara að stökkva á næsta strætó. Áður en ég vissi var ég kominn í vinnu hjá strætóbílstjóranum að taka við peningum og læra tungumálið hans. Það er víst ekki venjulegt að karlar séu í stuttbuxum hérna en  bílstjórinn bretti upp buxurnar til að vera eins og ég. Ég smellti mynd með honum sem þið sjáið hér. 

Mér líður eins og einum af keppendunum hérna því það eru allir að biðja um myndir með mér þar sem ég er sennilega sá eini frá Íslandi utan íslenska hópsins. Ég á ekki orð yfir hvað fólk er vinalegt og gæslan er svakaleg hérna. Mér finnst ég vera öruggari hérna ágötum heldur en í Zürich þar sem ég bý. 

Ég labbaði með vinum mínum og fólki sem ég hef kynnst hérna í Bakú meðfram Kaspíahafinu og þetta er hreinlega stórkostleg sjón, öll ljósadýrðin og ölduniðurinn….það er kannski ekki alveg tíminn til að vera rómantískur en fallegt er hérna. 

Það er skrítið að vera skrifa þetta klukkan3 um nóttina þar sem það er 5 tíma tímamismunur hér og heima þar sem allt byrjar á miðnætti hér til þess að vera á tíma í Evrópu. 

Fyrr í kvöld var lokaæfingin og ég skellti mér á lokaæfinguna og mig langaði að deila með ykkur hvað ég spái fyrir í kvöld. Ef einhver hefur áhuga að vera meðlimur af FÁSES, sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þau lönd sem ég tel að komist áfram feitletra ég hér að neðan. 

Svartfjallaland: Veit ekki hvað ég á að segja. Ég botna ekkert í þessu atriði og hann mun sjálfsagt fá stig frá einhverjum sem skilja þetta en ég skil þetta ekki og þetta fer ekki áfram að mínu mati. Hræðileg byrjun á Eurovision.

flosi_baku2.jpg
Ísland: Frábært í alla staði, Jónsi virtist aðeins hanga á tónunum í byrjun en hann var fljótur að laga það og í heildina þá var þetta með betri atriðum kvöldsins. Þau fljúga áfram spurning bara hvort þau verða síðasta spjaldið upp úr pottinum :)

Grikkland: Úff…. Það eru mörg góð popplög í þessari keppni og því miður er þetta eitthvað svo 2005-legt, sömu danssporin og  bara eitthvað svo gamalt. Þetta verður samt ofarlega og kemst í úrslitin, en ekki með mínu atkvæði

Lettland: Flott atriði og góður flutningur. Ég er með þetta lag á heilanum og ég hef enga skýringu f hverju því það virðist enginn vera sammála mér um að þetta lag sé gott. Þetta verður á mörkunum að komast áfram en því miður þá held ég að meirihlutinn segi nei og situr hún eftir með sárt ennið nálægt að komast áfram.

Albanía: Já ég verð víst að bíta í það súra og játa það að hún var stjarna kvöldsins að mínu mati. Þvílík rödd og tilfinningarnar sem geisla af henni þó ég skilji ekki orð sem hún segir. Ég er sannfærðu að hún komist áfram og vinni jafnvel dómaravalið, bara spurning hvar hún lendir í símakosningunni. Þetta er klárlega „the dark horse“ undanúrslitakvölds 1.

Rúmenía: Eftir dramatík og þunglyndi þá tekur sumarið við og Rúmenía syngur og dansar sig inní úrslit. Þau eru skemmtileg og lífleg á sviði og fá fólk til að dilla sér. Þetta verður klárlega ofarlega í símakosningunni, spurning hvað dómararnir gera eftir að hafa froðufellt eftir Albaníu. Eru ekki allit búnir að læra dansinn? :)

Sviss: Það er kraftur og orka sem fylgir bræðrunum frá Ticino í Sviss. Þeir geisla af öryggi og mig langar bara að byrja að hoppa í sætinu hjá mér. Það er erfitt að segja til um hvað gerist með Sviss þar sem þeir eru svolítið einir á báti í dómarakosningunni. En ég held að framkoman og orkan komi þeim áfram en þeir eru á grensunni 9 til 12 sæti.

Belgía: Jæja þarna er ég kominn í spreng því og því gott að Belgía sé næst á svið  og tími til að fara að pissa. Hún er voða sæt og krúttleg og lagið bara ágætt. En það snerti engan og það festist ekki í höfðinu mér. Ég gæti ekki raulað það núna meðan ég skrifa þetta þó ég hafi séð það fyrir klukkutíma síðan. En ég sat fyrir aftan foreldra hennar sem eru voða stolt af stelpunni sinni en því miður virkar atriðið ekki og gott að foreldrarnir verði hjá  henni þegar hún sér að hún er ekki að komast áfram.

Ísrael: Ég held að það jávæða við þetta lag er að samkvæmt drykkjukeik FÁSES er á maður að klára glasið ef það er minnst á frið, kærleik eða ást í laginu, sem er ekki í þetta sinn. Þannig allir að klára úr glösunum og fylla á!! Þetta er allt í lagi, þoli það ekki persónulega en það er viss sjarmi sem einhverjir munu fíla. Þetta er lag sem er á grensunni líka en kemst ekki áfram.

San Marínó: Það er aldeilis sem San Marínó ætlar að safna öllu í atriðið til að gera það hallærislegt og ljótt. Hver sem sagði þeim að setja dansarana í öskudagsbúninga? Þetta er lélegasta lagið og allt í kringum það í þessari keppni og verður það í síðasta sæti í undanúrslitunum. Tími Rald Siegels er búinn.

Kýpur: Að mínu mati eftir síðustu æfinguna í kvöld þá er Kýpur að fara fljúga í gegn. Atriðið er vel skipulagt og besta popp-lagið í fyrri undankeppninni. Hún syngur vel og vinnur vel saman með dönsurunum. Ég hef mikla trú á Kýpur i ár. Gaman að fá Kýpur aftur með metnaðarfullt lag þar sem Kýpur var mikið í uppáhaldi hjá mér 1990 – 2000.

Danmörk: Soluna stóð sig vel í kvöld og ekkert sem bendir til þess en hún fljúgi í gegn inn í úrslitin. Þetta lag er svona týpískt „Bylgju-popp“ og verður sennilega mikið spilað á Íslandi. Held samt að hún fái ekki 12 stig að þessu sinni en alla vegana 7. Danska poppið virðist virka vel á Evrópu og verður engin breyting á því í ár.

Rússland: Það trylltist allt þegar ömmurnar komu á svið og var þetta eina atriðið sem fólk stóð upp úr sætunum og klappaði allan tíman. Þetta er ekki minn tebolli en  þær eru svo sannarlega krúttlegar og mig langað að knúsa þær allar. Ég er hræddur um að þær hafi jafnvel  möguleika að vinna allan pakkann. Það er bara spurning hvað dómararnir  gera við þær. Ég spái að þær vinni fyrri undanúrslitin og verði meðal efstu 5 á laugardaginn.

Ungverjaland: Þeir gerðu þetta með prýði í kvöld og skiluðu öllu vel. Vandamálið við Ungverjaland er að þeir eru hvorki góðir né slæmir Þetta rennur ljúft niður en gleymist þegar næsta lag kemur. Mér finnst Sviss vera með betra lag. Þeir komast ekki áfram og verða í neðri kantinum.

Austurríki: Austurísk karlremba í fyrirrúmi og FM hnakkarnir mættir. Þetta er atriði sem ég á í vandræðum með hvort komist áfram eða ekki. Mér finnst þetta vera svo mikið testósterón að ég æli bara þannig ég ætla að fara eftir minni sannfæringu og segja nei við Austurríki.

Moldavía: Lífleg og skemmtileg framkoma Moldavíu á sviði skilar því í úrslit. Mér finnst búningarnir æðislegir og framkoman mjög örðuvísi og ég elska þegar fólk er öðruvísi.  Það kom mér á óvart hvað þau voru góð í kvöld því þau voru svo léleg á fyrstu  æfingunum.

Írland: Glaumgosarnir standa svo sannarlega fyrir sínu með flotta framkomu og hræðilegum söng. Þessi 2 þættir virtust virka og með þessum flotta gosbrunni sem mér finnst mjög vel útfært hjá Írunum og ný hárgreiðsla skilar þeim áfram. Þetta er ekki lag sem ég mundi kjósa eftir að hafa heyrt lög eins og Ísland og Albanía með frábærum söng og framkomu en þeir eru síðastir á svið og fara því áfram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.