Flosi í Bakú: Hver vinnur í kvöld?

flosi_baku5.jpg
Flosi Jón Ófeigsson, Eurovision-sérfræðingur Agl.is, spáir Svíum sigri í keppninni í kvöld. Hann hefur notið aðstoðar heimamanna við að ferðast um í vikunni. Aserar koma honum fyrir sjónir sem einstaklega vinaleg þjóð.

Gleðilegan Eurovision dag

Jæja þá er vikan að enda og stóra stundin runnin upp. Þetta er búið að vera hreint fránært í alla staði. Mig langar sérstaklega til að þakka þeim FÁSES meðlimum (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) sem komu með mér í þetta ferðalag. VIð erum sko sannarlega búinn að standa undir okkar nafni og gott betur. 

Við hjálpuðum að ná í alla miðana og láta hvern aðdáendaklúbb fá miðana sína. Við vorum svo fúl að allir kæmust ekki inn á Euroclub sem voru aðdáendur og búnir að ferðast langa leið og að engin Eurovision tónlist hafi verið spiluð, þannig að 4 meðlimir FÁSES skipulögðu OGAE partý (Organisation Générale des Amateurs de l'Eurovision) sem var frábært. Það má geta þess að FÁSES klúbburinn var samþykktur á árlega OGAE fundi og gott betur því menn voru mjög hrifnir hvað klúbburinn er búinn að afreka á svo stuttum tíma.

Mig langar að segja ykkur sögu um íslenskan strák (mig) sem fór í langt ferðalag! Þegar ég ákvað að fara til Bakú var mikil óvissa með hótel, flug og svo framvegis. Ég tók mikla áhættu að panta flug í nóvember en það borgaði sig því ég borgaði helmingi minna en flestir vinir mínir. Mér leist ekkert á blikuna þegar ekki hægt var að bóka hótel í mars. Þá ákvað ég að taka smá áhættu og leita að fólki á netinu frá Bakú, til dæmis á Facebook. 

Eftir smá leit þá var ég farinn að spjalla við tvo stráka, annar um að redda mér íbúð og við hinn um Bakú og svo framvegis. Hann Rahip reddaði mér ódýrri íbúð. Það sem ég borga fyrir hana er eins og ein nótt á Hilton í Bakú. Hér er en eitt dæmið sem staðfestir hversu almennilegt fólk er. 

Svo er það Orkhan eð Ori eins ég kalla hann. Ori er einn af þeim vinalegustu og fallegustu sálum sem ég hef kynnst í langan tíma. Hann rekur kaffihús í miðborg Bakú með frænku sinni. Þau buðu mig velkominn með mat og drykkjum og auðvitað þurfti ég ekki að borga neitt. Þetta átti eftir að verða mitt annað heimili þessa viku  og allir mínir vinir voru velkomnir að koma við ef þá vantaði eitthvað. 

Ég hugsaði alltaf mundi ég gera þetta ef einhver ókunnugur kæmi til mín og vantaði aðstoð? Til að þakka honum fyrir þá bauð ég honum í „crazy“ kvöld með Eurovision-aðdáendum. Hann mun skrifa fyrir mig um sína upplifun, reyndar á ensku, en ég hlakka til hvað hann segir um okkur Eurovision-nördana :) 

Hver vinnur í kvöld? Þetta er ekkert smá erfið spurning. Ég elska Svíþjóð, ekki bara lagið heldur hana sjálfa sem persónu. Hún hefur verið að hrista aðeins upp í blaðamönnum með mannréttindamálum. Þetta er hreinlega mín nostalgía þetta árið. Það eru lönd sem koma til greina sem eru rosalega sterk: Spánn, Ítalía og Rússland. Hér kemur mín lokaspá og vil ég þakka fyrir þá sem gáfu sér tíma að lesa mína upplifun í Bakú:

1. Svíþjóð-Nostalgía
2. Ítalía-Flott lag og Ítalía á marga vini
3. Spánn- Þvílík rödd, Celine Dion er mætt á svæðið
4. Serbía- Hann hefur reynsluna og  Balkan-löndin bak við sig
5. Rússland- Krúttlegar og eiga salinn í Bakú
6. Rúmenía- Sumarsmellurinn í ár
7. Aserbaídsjan- Heimalandið er alltaf í topp 10
8. Eistland- Fallegasta Ballaðan og hann er með svaka rödd
9. Kýpur- Að mínu mati besta dansatriðið í keppninni
10. Ísland – Þetta lag hefur allan pakkann og ég er sannfærður að þau verði svona í kringum 10 til 12. Þau eru búinn að standa sig eins og hetjur. Áfram ÍSLAND!!

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.