Fjölmenni á Ferguson kvöldvöku

ferguson_felagid_web.jpg
Tæplega sextíu manns mættu á kvöldvöku sem Ferguson-félagið og Landbúnaðarsafn Íslands héldu á Egilsstöðum fyrir skemmstu. 

Slíkar kvöldvökur hafa verið haldnar víða um land en fundurinn á Egilsstöðum var sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið á þessu hausti.

Bjarni Guðmundsson hefur verið aðalræðumaðurinn en hann sýndi skyggnumyndir og sagði sögur af þróun Ferguson dráttarvélanna í tímanna rás. Bjarni er þekktur fyrir bækur sínar „Og þá kom Ferguson“ og „Alltaf er Farmal fremstur.“

Þá voru fornvélaáhugamenn á Fljótsdalshéraði heimsóttir af forsvarsmönnum félagsins í tengslum við fundinn.

Ferguson-félagið er hópur einstaklinga sem hafa áhuga á gömlum Ferguson dráttarvélum. Markmið félagsins eru meðal annars að stuðla að því að gera slíkar vélar upp, styrkja tengsl þeirra sem hafa áhuga á þeim og safna saman upplýsingum um þær.

Phil Vogler orti vísu eftir fundinn á Egilsstöðum sem birt var á vef Ferguson-félagsins

Dráttarvélar drógu enn
drjúgan spotta á fundi.
Um fornu tækin fréttu menn
fleira en nokkur mundi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.