Fjarðabyggð í undanúrslit Útsvars: Þessi keppni hentaði okkur

fjardabyggd_utsvar_mars13.jpg
Fjarðabyggð er komin í undanúrslit spurningakeppninnar Útsvars eftir 85-44 sigur á Fjallabyggð á miðvikudagskvöld. Einn liðsmanna segir árangurinn velta á hvort spurningarnar henti liðinu og það hafi gerst þetta kvöld.

„Keppnin hentaði okkur mjög vel. Þetta er alltaf 50% heppni, að hitta á réttu spurningarnar,“ segir Kjartan Bragi Valgeirsson sem er í liðinu ásamt Jóni Svani Jóhannssyni og Sigrúnu Birnu Björnsdóttur.

Góð frammistaða lagði grunninn að sigrinum, sem oft áður, en Fjarðabyggð fékk þar 30 stig gegn tólf stigum Fjallabyggðar. Fyrir stóru spurningarnar var munurinn kominn í 26 stig. „Það var mjög þægilegt.“

Síðasta viðureign fjórðungsúrslita verður eftir páska en þá mætast Skagafjörður og Snæfellsbær. Lið Reykjavíkur og Reykjanesbæjar höfðu áður tryggt sér sæti í undanúrslitunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.